Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Stefán Teitur færir sig yfir til Englands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski knattspyrnumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur gengið til liðs við liðið Preston North End FC en liðið leikur í næstefstu deild í Englandi.

Preston kaupir Stefán frá danska liðinu Silkeborg en þar hefur hann spilað undanfarin fjögur ár og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. „Ég er í skýjunum. Ég er mjög stoltur af mér og minni fjölskyldu nú þegar ég geng í raðir svona stórs félags. Þetta er draumur að rætast hjá mér,“ sagði Stefán Teitur á heimasíðu Preston um málið.

Stefán er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 20 landsleiki fyrir hönd Íslands og verður sennilega mikilvægur leikmaður í liði Preston sem er reyna komast í ensku úrvalsdeildina en félagið lenti í 10. sæti á seinasta tímabili.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -