Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarna daga um að hvort fólk sem á augljóslega enga möguleika að vinna forsetakosningar á Íslandi skaði ímynd embættisins með því að bjóða sig fram. Telja sumir slíkt skemma fyrir lýðræði meðan aðrir segja lýðræðinu sé best borgið með þessu kerfi. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson skrifaði í gær um málið.
„Í forsetakosningunum 2016 voru fjórir frambjóðendur sem náðu ekki hálfu prósenti hvert. Muniði hvaða fólk þetta var? (Ekki gúggla…),“ skrifaði Stefán á samfélagsmiðlinum Facebook.
„Það voru Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Olli framboð þeirra fjögurra verulegu tjóni á kosningunum fyrir átta árum? Voru þau ekki bara agnarlítil hraðahindrun í þeim sunnudagsrúnti sem forsetakjörið fyrir átta árum var? Hefði það breytt miklu þótt þessi fjögur hefðu verið sex eða jafnvel átta?