Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Stefán útskýrir „leikrit“ Írana og Ísraela á mannamáli:„Gerðist þetta ekki nokkurn veginn svona…?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Pálsson útskýrir deilur Ísraela og Írana á mannamáli í nýrri Facebook-færslu.

Sagnfræðingurinn og hernaðarandstæðingurinn Stefán Pálsson skrifaði í morgun Facebook-færslu þar sem hann fer yfir sinn skilning á drónaárásum Irana á Ísrael um helgina.

„Gerðist þetta ekki nokkurn veginn svona…?

Ísraelar sprengdu í hefndarskyni fyrir eitthvað annað háttsetta Íranann í sendiráði í öðru landi. Þótt reglum um hegðun manna í stríði fari stöðugt fækkandi þá er það ennþá harðbannað. Íransstjórn verður að svara til að missa ekki virðingu eigin þjóðar en þó fyrst og fremst nágrannalandana.“ Svo hljóðar byrjun færslu Stefáns en hann rifjast því næst upp svipað atvik frá því að Trump var forseti Bandaríkjanna: „Þegar Trump lét drepa hershöfðingjann um árið hringdi Teheran í Pentagon og sagði: við ætlum að ráðast á þennan herflugvöll, það væri sniðugt ef ykkar menn færu í mat á meðan. Það var gert. Íranir lýstu stórsigri en Bandaríkjamenn gerðu lítið úr eyðileggingunni.“

Segir sagnfræðingurinn að það sama hafi nú gerst: „Núna var aftur hringt og tilkynnt: „Við ætlum að senda glás af flugskeytum og drónum að sprengja herflugvöll í Ísrael og kannski sprengjum við líka eitthvað ísraelskt sendiráð.“ – Bandaríkin svara: „Uh, forðist að drepa almenna borgara og helst ekki sprengja sendiráð. Ef þið farið út fyrir mörkin verða harðar afleiðingar.“ Svo var ýtt á skottakka og veröldin óttaðist nýja heimsstyrjöld í hálfan sólarhring.“

Stefán útskýrir svo leikritið:
„En svo var því lýst yfir að allt draslið hefði verið skotið niður. Þetta má heita augljós lygi en það hafði enginn hag af því að hrekja hana því annað kynni að leiða til stórstyrjaldar.
Íranir sögðu við sitt fólk: „Auðvitað voru þeir alltaf að fara að þræta fyrir þetta, en við kenndum þeim lexíu – enda eina ríkið sem getur almennilega tekið á þessum Ísraelum!“ – Ísraelarnir segja á hinn bóginn: „Þetta voru nú meiri skrapatólin! Við eigum nú eftir að hefna okkar síðar, en nennum því ekki núna. Kannski höldum við bara áfram að drepa alla kjarnorkuvísindamennina þeirra?“

Tjaldið fellur.“

- Auglýsing -

Að lokum segir Stefán það bæði „þunglyndislegt“ og „örlítið róandi“ að svona leikrit séu sétt á svið:

„Það er að sumu leyti þunglyndislegt að hugsa um að krumpaðir karlar í reykfylltum bakherbergjum setji upp svona leikrit fyrir umheiminn – eins og afar líklegt má telja. En á einhvern furðulegan hátt er það þó örlítið róandi líka, því eins kaldrifjað og hugarfarið er, þá er amk einhver regla á ruglinu. Einhver sameiginlegur skilningur á að ef annar segi a muni hinn segja b.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -