Stefán Pálsson útskýrir deilur Ísraela og Írana á mannamáli í nýrri Facebook-færslu.
Sagnfræðingurinn og hernaðarandstæðingurinn Stefán Pálsson skrifaði í morgun Facebook-færslu þar sem hann fer yfir sinn skilning á drónaárásum Irana á Ísrael um helgina.
„Gerðist þetta ekki nokkurn veginn svona…?
Ísraelar sprengdu í hefndarskyni fyrir eitthvað annað háttsetta Íranann í sendiráði í öðru landi. Þótt reglum um hegðun manna í stríði fari stöðugt fækkandi þá er það ennþá harðbannað. Íransstjórn verður að svara til að missa ekki virðingu eigin þjóðar en þó fyrst og fremst nágrannalandana.“ Svo hljóðar byrjun færslu Stefáns en hann rifjast því næst upp svipað atvik frá því að Trump var forseti Bandaríkjanna: „Þegar Trump lét drepa hershöfðingjann um árið hringdi Teheran í Pentagon og sagði: við ætlum að ráðast á þennan herflugvöll, það væri sniðugt ef ykkar menn færu í mat á meðan. Það var gert. Íranir lýstu stórsigri en Bandaríkjamenn gerðu lítið úr eyðileggingunni.“
Segir sagnfræðingurinn að það sama hafi nú gerst: „Núna var aftur hringt og tilkynnt: „Við ætlum að senda glás af flugskeytum og drónum að sprengja herflugvöll í Ísrael og kannski sprengjum við líka eitthvað ísraelskt sendiráð.“ – Bandaríkin svara: „Uh, forðist að drepa almenna borgara og helst ekki sprengja sendiráð. Ef þið farið út fyrir mörkin verða harðar afleiðingar.“ Svo var ýtt á skottakka og veröldin óttaðist nýja heimsstyrjöld í hálfan sólarhring.“
Tjaldið fellur.“
Að lokum segir Stefán það bæði „þunglyndislegt“ og „örlítið róandi“ að svona leikrit séu sétt á svið: