Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Stefnir í hærri skatta á bíla – Katrín fórnar viðbyggingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt á mánudaginn en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ýmisleg gjaldtaka verði aukin. Svo virðist sem ríkisstjórnin sé fyrst og fremst að horfa til skattlagningu bifreiða hvað það varðar.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV þar sem rætt var við Katrínu. „Það er höfuðatriði fyrir íslenskan almenning að við náum tökum á verðbólgunni, því að hún hefur auðvitað gríðarleg áhrif á lífskjör fólksins í landinu, þannig að það má reikna með því að það verði ekki mikil aukning í þessu fjárlagafrumvarpi til ákveðinna málaflokka,“ sagði Katrín.

Þegar hún var spurð um hvernig gjaldtaka yrði aukin svaraði hún: „Við erum að horfa á þætti eins og krónutölugjöld, við erum að horfa á ólíka stofna gjaldtöku bifreiða, svo dæmi sé tekið, þannig að þetta er svona heilt yfir.“

Katrín sjálf þarf einnig að bera fram fórnir, því viðbygging við vinnustað hennar, Stjórnarráðið, verður sett á ís.  „Sem er viðbygging við Stjórnarráðið, sem lengi hefur verið á teikniborðinu, og stendur á skilti þar að boðuð verklok séu á næsta ári en það er alveg  ljóst að það verður ekki,“ sagði Katrín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -