Steinu Árnadóttur hjúkrunarfræðingi verður ekki gerð refsing fyrir hennar þátt í andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans sumarið 2021 en mbl.is greindi frá dómnum sem var kveðinn upp í morgun. Steina neyddi tvo næringardrykki ofan í konunnar sem varð til þess að hún lést.
Steina þarf að greiða dánarbúi Guðrúnar Sigurðardóttur um 2,7 milljónir króna auk vaxta og þá var hún dæmd í tveggja ár skilorðsbundið fangelsi. Fyrr á árinu ómerkti Landsréttur sýknudóm sem Steina hafði fengið í Héraðdómsdómi Reykjavíkur og var málið því tekið aftur fyrir í héraðsdómi.
Dómurinn hefur ekki verið birtur opinberlega á heimasíðu dómstólanna.