Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Steingrímur missti móður sína og bróður: „Honum leið ekki vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég stoppaði í fjörum hér og þar og gjörsamlega gargaði á hafið og kallaði nafn hans,“ segir Steingrímur Helgu Jóhannesson í viðtali við Reyni Traustason. Steingrímur var á sjónum um árabil og í hittifyrra var hann í túr á skuttogaranum Tómasi Þorvaldssyni. Þetta átti að vera 40 daga túr á grálúðu. „Á 37. degi kom atvik upp,“ segir Steingrímur, en í kaffitímanum snemma morguns sá hann sms frá föður sínum sem bað hann um að hringja í sig sem allra fyrst; þetta tengdist bróður Steingríms.

„Hann hafði átt erfitt og honum leið ekki vel,“ segir Steingrímur um bróður sinn, „þannig að mig grunaði hvað væri á bak við þessi skilaboð. Við Hörður bróðir vorum bara tveir og við misstum móður okkar ungir. Þetta hefur allt verið erfitt fyrir okkur öll þessi ár; við vorum bara tveir og vorum nánir. Það tók mig 10 mínútur að taka upp tólið og hringja í pabba. Ég vissi nákvæmlega  hvað þetta var þegar hann svaraði. Hann sagði „Hörður, bróðir þinn, er dáinn.“ Þegar svona gerist og að vera úti á sjó; það bara hrundi allt einhvern veginn. Ég hrundi sjálfur. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég settist niður og fór að gráta.

Ég fór til stýrimannsins og sagði hvað hefði gerst og spurði hvort ég gæti fengið eitthvað róandi. Svo fór ég niður í klefa og ég mætti ekkert niður á vakt eftir kaffi. Svo kom Bessi skipstjóri og talaði við mig og sagði að hann ætlaði að skutla mér í land. Þarna vorum við úti á Hala. Hann skutlaði mér upp á grunn og þar var fullt af snurvoðarbátum og það átti að henda mér í bát sem var fyrstur til að fylla og svo átti ég að fara með honum í land sem var gert. Ég kom í land í Bolungarvík,“ segir Steingrímur sem leigði bílaleigubíl og segist hafa ekið áleiðis suður með augun stútfull af tárum og reiði. „Ég vissi ekki almennilega hvað hafði gerst hjá honum,“ segir hann og á við látinn bróður sinn. Í þessari ferð suður stoppaði hann svo í fjörum hér og þar og gjörsamlega gargaði á hafið og kallaði nafn látins bróður síns.

Viðtalið við Steingrím í heild sinni má nálgast hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -