Talsverður erill var hjá lögreglu í gær og í nótt og útköllin fjölbreytt. Umferðaeftirliti var sinnt og þó nokkuð um að ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna voru stöðvaðir.
Ráðþrota strætisvagnsbílstjóri óskaði, seinni partinn í gær, eftir aðstoð vegna farþega sem svaf fasta svefni í vagninum hans. Bílstjórinn hafði reynt að vekja ofurölvaða Þyrnirósina – en án árangurs. Lögreglumennirnir mættu í snarhasti, léttu álögunum sem í kjölfarið hélt áfram sína ævintýralegu leið.
Við venjubundið eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að allt of margir gestir voru inn á staðnum. Við nánari eftirgrennsla var þess auki eitthvað um ólögráða einstaklinga að máta skemmtanalíf fullorðina. Bæði þessum tiltekna stað og í Kópavogi.
Þá var tilkynnt um innbrot í grunnskóla í Grafarvogi. Engar frekari upplýsingar fengust frá lögreglu.
Vegfarandi, sem hafði verið á keyrt, óskaði var eftir aðstoð lögrelgu eftir að ökumaður bifreiðarinnar hafði ekið af vettvangi án þess að gera viðeigandi ráðstafanir. Ekki er vitað um alvarleika áverkana sem af hlutust.