Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Steinþór áfrýjar átta ára manndrápsdómi: „Ekki í sam­ræmi við vænt­ing­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinþór Einarsson var í gær sakfelldur fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana árið 2022 og var hann dæmdur í átta ára fangelsi af Héraðsdómi Norðurlands eystra. Steinþór sagði að um sjálfsvörn hafi verið að ræða og fór verjandi hans fram á að Steinþór yrði sýknaður af öllum ákærum. Kom mörgum dómarurinn á óvart enda hafði ákæruvaldið farið fram á að dómurinn yrði í mesta lagi fimm ár. 

Þá þarf Steinþór að greiða ólögráða börnum Tómasar miskabætur og skaðabætur. Steinþór hefur nú þegar ákveðið að áfrýja dómnum. „Þessi dóm­ur er von­brigði og ekki í sam­ræmi við vænt­ing­ar. Þessu máli verður áfrýjað,“ sagði Snorri Sturluson, verjandi hans, í samtali við mbl.is um málið.

Flækjustig málsins þykir mikið en ekkja Tómasar var vitni að atburðinum en hún lést í fyrra og gat því ekki borið vitni fyrir dómi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -