Steinþór Einarsson var í gær sakfelldur fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana árið 2022 og var hann dæmdur í átta ára fangelsi af Héraðsdómi Norðurlands eystra. Steinþór sagði að um sjálfsvörn hafi verið að ræða og fór verjandi hans fram á að Steinþór yrði sýknaður af öllum ákærum. Kom mörgum dómarurinn á óvart enda hafði ákæruvaldið farið fram á að dómurinn yrði í mesta lagi fimm ár.
Þá þarf Steinþór að greiða ólögráða börnum Tómasar miskabætur og skaðabætur. Steinþór hefur nú þegar ákveðið að áfrýja dómnum. „Þessi dómur er vonbrigði og ekki í samræmi við væntingar. Þessu máli verður áfrýjað,“ sagði Snorri Sturluson, verjandi hans, í samtali við mbl.is um málið.
Flækjustig málsins þykir mikið en ekkja Tómasar var vitni að atburðinum en hún lést í fyrra og gat því ekki borið vitni fyrir dómi.