Sjá einnig: Segir ástand hrossa á Laugabóli enn slæmt: „Aðstæður í dag eru að öllu leyti óviðunandi“
Hestakonan og orgelleikarinn Steinunn Árnadóttir er búin að skrifa opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, eftir að Mast komst að þeirri niðurstöðu að allt væri í himnalagi hjá hestunum á Laugabóli í Arnarfirði. Fullyrti Steinunn í pósti sem hún sendi á fjölmiðla og ráðamenn á dögunum að ástandið á Laugabóli væri óásættanlegt:
Í þriðja kafla í lögum um búfjárhald segir um vörslu graðhesta:
Graðhestar eða laungraðir hestar, 10 mánaða og eldri, allt árið. Veturgamlir folar skulu þó ætíð vera komnir í vörslu eigi síðar en 1. júní þó að þeir séu ekki orðnir fullra 10 mánaða.
Sveitarstjórn skal hlutast til um að graðpeningur, sem ekki er í öruggri vörslu, sé handsamaður og honum komið í örugga vörslu. Eigandi getur leyst til sín viðkomandi graðpening gegn greiðslu áfallins kostnaðar. Við ítrekuð brot skal graðhestur seldur nauðungarsölu samkvæmt lögum um nauðungarsölu en felldur verði hann ekki seldur. Öðrum graðpeningi skal slátrað og sölu- eða frálagsverð látið mæta áföllnum kostnaði.
Bréf Steinunnar má lesa í heild hér:
Ágæti forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir