Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Steinunn býður sig fram ef Katrín gerir það: „Mér fyndist það bera vott um oflæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ef Katrín Jakobsdóttir ákveður að taka slaginn.

„Gleðilega páska!

Ég þakka einlæglega fyrir þann mikla stuðning sem ég finn fyrir. Ég sé og skil að ykkur er alvara og mér þykir afar vænt um það.

Öfugt við marga finnst mér gleðilegt hversu margir sækjast eftir embætti forseta Íslands og vilja gera þjóð sinni gagn.“ Þannig hefst tilkynning Steinunnar Ólínu á Facebook í dag. Og hún hélt áfram: „Ég er að hugsa um baráttuna um Ísland. Því um það stendur glíman.

Glíman snýst ekki um það hvort þjóðin eignast geðþekkan forseta heldur hvort hún getur valið sér forseta sem hún treystir og sem þorir að stinga við fótum ætli hagsmunaöfl í samfélaginu að knýja fram lagabreytingar sem valdið geta stórfelldum skaða.“

Steinunn segist vera að bíða eftir því hvort forsetisráðherra ætli að bjóða sig fram til forseta. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð.

Ég er hinsvegar að bíða eftir því hvort satt sé að sitjandi forsætisráðherra ætli að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það, þá býð ég mig fram. Það er loforð.“
Ástæðuna segir Steinunn vera þá að henni þætti það „bera vott um oflæti“ ef Katrín biði sig fram sem og „óvirðing“ við þing og þjóðina.
„Mér fyndist það bera vott um oflæti og að auki fyndist mér hún með því sýna þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu og það get ég ekki sætt mig við.

Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða.“

- Auglýsing -

Að lokum segist hún ekki treysta Katrínu.

„Nú vegur þyngst að ég treysti ekki Katrínu Jakobsdóttur, að fenginni reynslu, til að gæta þessa fjöreggs okkar. Það er þyngra en tárum taki.

Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -