Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands ef Katrín Jakobsdóttir ákveður að taka slaginn.
„Gleðilega páska!
Öfugt við marga finnst mér gleðilegt hversu margir sækjast eftir embætti forseta Íslands og vilja gera þjóð sinni gagn.“ Þannig hefst tilkynning Steinunnar Ólínu á Facebook í dag. Og hún hélt áfram: „Ég er að hugsa um baráttuna um Ísland. Því um það stendur glíman.
Glíman snýst ekki um það hvort þjóðin eignast geðþekkan forseta heldur hvort hún getur valið sér forseta sem hún treystir og sem þorir að stinga við fótum ætli hagsmunaöfl í samfélaginu að knýja fram lagabreytingar sem valdið geta stórfelldum skaða.“
Steinunn segist vera að bíða eftir því hvort forsetisráðherra ætli að bjóða sig fram til forseta. „Ég er ekki að bíða eftir rétta staðnum eða réttu stundinni til að tilkynna framboð.
Baráttan um Ísland snýst aðallega um íslenska náttúru og auðlindirnar sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Það fjöregg fengum við í arf og okkur ber að skila því heilu til næstu kynslóða.“
Að lokum segist hún ekki treysta Katrínu.
Það vorar og sólin hækkar á lofti. Leyfum okkur að vera bjartsýn og hugrökk.“