Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Steinunn læknir: „Blöskrar að sömu aðilar og eru að fjársvelta okkur eru að gera óraunhæfar kröfur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítala ræddi stöðu Landspítalans í covid-faraldrinum í Silfrinu í morgun.
„Hún sagði það ekki koma fólki í heilbrigðiskerfinu á óvart að heimsfaraldur legði það á hliðina. Þessu hefði starfsfólk Landspítalans varað við árum saman. Spítalinn glímdi þó enn við sömu vandamál og áður, til dæmis úrelt húsnæði þar sem ekki væri hægt að tryggja smitvarnir innanhúss.
Fólk sem fjársveltir Landspítalann getur ekki á sama tíma gert kröfur um að spítalinn ráði við heimsfaraldur svo það geti lifað sínu eðlilega lífi, segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans. Hún segir að spítalinn hafi verið fjársveltur frá hruni og það hafi verið búið að vara við því að hann myndi ekki ráða við heimsfaraldur.“

Aldrei fengið þær fjárveitingar sem hann hefði þurft

Í þættinum vísaði Steinunn til orða Gylfa Zoega í Vísbendingu fyrr á árinu um að allt frá hruni hefði spítalinn aldrei fengið þær fjárveitingar sem hann hefði þurft til að sinna hlutverki sínu.

„Manni blöskrar svolítið að þeir sömu aðilar og eru að fjársvelta okkur, eins og ég upplifi það, eru líka að gera ríkulegar kröfur og óraunhæfar kröfur á okkar afkastagetu. Þú getur ekki bæði fjársvelt spítalann og gert þessar ríkulegu kröfur: Nú vil ég bara lifa mínu lífi eðlilega, ég vil bara að spítalinn ráði við þetta en ég er samt ekki tilbúinn að borga fyrir það.“

Steinunn virtist þar vísa til orða stjórnmálamanna. Nokkrir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðastliðnum mánuðum ýmist gagnrýnt vangetu heilbrigðiskerfisins til að ráða við faraldurinn eða harma strangar sóttvarnatakmarkanir með vísan til stöðunnar á Landspítala.

„Þetta er svolítið blaut tuska í andlitið á okkur sem erum þarna að moka sjó úr þessu leka fleyi alla daga og erum öll af vilja gerð en við viljum fá meðbyr líka frá fjárveitingavaldinu,“ sagði Steinunn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -