Steinunn Árnadóttir og Baltasar Kormákur áttu gott spjall um hestaníðsmálið og hafa nú sæst.
Organistinn, hestakonan og baráttukonan Steinunn Árnadóttir hefur verið dugleg undanfarin ár að benda á slæma meðferð á dýrum en í fyrra var hún valin Vestlendingur ársins fyrir að vera „málsvari málleysingjanna“. Hún er ein af þeim fjölmörgu sem deildi myndskeiði sem sýndi hræðilega meðferð spænskra hestaþjálfara á tveimur hrossum sem þeir þjálfuðu fyrir BBC þættina King and Conqueror sem Baltasar Kormákur framleiðir en hann leikstýrir einnig fyrsta þættinum.
Sjá einnig: Ill meðferð erlends kvikmyndatökuliðs á hestum stöðvuð: „Það blæðir ekki undan ofnæmi!!“
Baltasar ræddi við Mannlíf í gær þar sem hann lýsti atburðarásinni og hvað honum þætti sárt að vera gerður að andliti hestaníðs en Baltasar rak hestaþjálfarana um leið og hann sá myndskeiðið. Vilti hann meina að sögur af málinu væru að miklu leyti byggðar á „dylgjum“ en að þjálfararnir hafi vissulega beitt harkalegri reiðtækni.
Sjá einnig: Baltasar Kormákur: „Ógeðslega sárt að vera gerður að einhverju andliti hestaníðs“
Steinunn skrifaði Facebook-færslu í hádeginu í dag þar sem hún segir frá því að hún og Baltasar hafi átt gott spjall um hestaníðsmálið. Hér má lesa færsluna:
„Góðar fréttir úr dýravelferðarheiminum