Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir býður sig fram til embættis forseta Íslands.
Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir tilkynnti fyrir klukkustund að hún hyggðist bjóða sig fram til forseta Íslands. Í myndskeiði sem hún birti á Facebook segist hún þekkja þjóðina og þjóðina þekkja hana: „Þið stöppuðu í mig stálinu þegar ég var sorgmædd og einmana og þið kennduð mér líka að varðveita eldinn, elska heitt og að ekkert væri ómögulegt.“
Segir Steinunn Ólína að mikið sé í húfi og að það skipti máli hver gegni embætti forseta Íslands. „Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hún mætir sem fulltrúi hennar til að sýna – að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu.
Hægt er að horfa á tilkynningu Steinunnar Ólínu í heild sinni hér fyrir neðan: