Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist stórsöngvarans Jóns Þorsteinssonar sem lést á dögunum.
Sjá einnig: Jón Þorsteinsson stórsöngvari er látinn
Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði falleg minningarorð um fjölskylduvin sinn, Jón Þorsteinsson, sem lést nýverið.
„Elsku Jón Þorsteinsson óperusöngvari látinn. Nonni eins og hann var kallaður. Ég kynntist honum ekki fyrr en á fullorðinsárum en þau voru miklir vinir mamma og hann löngu áður en ég fæddist.“ Þannig hefst færsla Steinunnar og rifjar því næst fyrstu kynni sín af honum.
„Hann tók mér opnum örmum þegar við hittumst fyrst og mörg innileg símtöl og stundir áttum við saman þar sem við ræddum um listina, ástina, sönginn og tilveruna. Hann var stærri en flestir, heimsborgari, með litríkan og gjöfulan feril sem söngvari og kennari og enginn gleymir Nonna sem kynntist honum.“
Að lokum minnist Steinunn samtals sem þau Jón áttu síðasta vor: