Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína minnist óperusöngvarans Jóns: „Enginn gleymir Nonna sem kynntist honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir minnist stórsöngvarans Jóns Þorsteinssonar sem lést á dögunum.

Sjá einnig: Jón Þorsteinsson stórsöngvari er látinn

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði falleg minningarorð um fjölskylduvin sinn, Jón Þorsteinsson, sem lést nýverið.

„Elsku Jón Þorsteinsson óperusöngvari látinn.❤ Nonni eins og hann var kallaður. Ég kynntist honum ekki fyrr en á fullorðinsárum en þau voru miklir vinir mamma og hann löngu áður en ég fæddist.“ Þannig hefst færsla Steinunnar og rifjar því næst fyrstu kynni sín af honum.

„Hann tók mér opnum örmum þegar við hittumst fyrst og mörg innileg símtöl og stundir áttum við saman þar sem við ræddum um listina, ástina, sönginn og tilveruna. Hann var stærri en flestir, heimsborgari, með litríkan og gjöfulan feril sem söngvari og kennari og enginn gleymir Nonna sem kynntist honum.“

Að lokum minnist Steinunn samtals sem þau Jón áttu síðasta vor:

„Sérlega er mér minnistætt samtal sem við áttum síðasta vor sem var mér dýrmætt og upphaf af löngu heilunarferli sem tengdist minni eigin söngrödd sem ég endurheimti með hans hjálp. Allt vissi hann þessi mikli, hlýji og vitri kennari um samspil sálar og raddar. Og hann vissi líka allt um manneskjurnar eins og góðir listamenn gera.
Hvíl í friði elsku Jón og samúðarkveðjur til allra sem elskuðu hann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -