Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur í nýrri færslu á Facebook.
Leikkonan ástsæla, Steinunn Ólína Jónsdóttir skrifaði færslu á Facebook í dag og hlekkjar við hana frétt af Rúv. Í fréttinni stendur að Samtök kvenna af erlendum uppruna séu ósátt við ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, verkalýðsforingja en hún hefur sagt að það yrði ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á íslenskunámi. Segja samtökin að ummælin séu skaðleg baráttu þeirra.
Steinunn Ólína segir að búið sé að snúa út úr orðum Sólveigar Önnu.
„Ef verkafólk fær mannsæmandi laun og þarf ekki að vinna öllum stundum getur það leikið sér að því að læra tungumál sér til skemmtunar og hagsbóta. Að snúa út úr orðum Sólveigar Önnu er orðið einskonar ömurlegt þjóðarsport. Fyrst er að hækka laun og bjóða fólki mannsæmandi vinnuumhverfi. Það er aðalatriði hér. Ef fólk býr við launaöryggi og jafnframt eðlilegan frítíma þá kemur hitt af sjálfu sér. Þá kemur getan og löngunin til að aðlagast samfélagi sem er ekki bara að mergsjúga krafta þess.“
Í niðurlagi færslunnar talar Steinunn um framtíð íslenskunnar en hún er ekkert sérlega bjartsýn.