Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vill endurheimta stöðugleikann, nú þegar ríkisstjórnin er sprungin. Þetta segir hún í nýrri Facebook-færslu.
Leikkonan ástsæla Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði harðorða færslu á Facebook í morgun þar sem hún segir að nú þurfi að endurheimta merkinu orðsins stöðugleiki, sem hún segir að hafi þýtt „spillingarbandalag VG og X-D“ síðustu tæplega átta árin.
„Endurheimtum stöðugleikann!
Nú er lag að endurheimta merkingu orðsins „stöðugleiki.“ Í tæplega átta ár hefur „stöðugleiki“ þýtt spillingarbandalag VG og X-D. Bjarni stelur tækifæri Svandísar til stjórnarslita. Báðir flokkar tapa á útspili Bjarna enda óstjórntækir flokkar báðir. Í stjórnarsamstarfi þessara flokka hafa almenn lífskjör almennings skerst, innviðir verið eyðilagðir og miskunarlaus aðför að náttúru landsins viðgengist.“
Steinunn spyr síðan spurningar og svarar um leið:
Mannlíf heyrði í Steinunni Ólínu og spurði hana hvort hún hyggðist bjóða sig fram til Alþingis, nú þegar stjórnin er sprungin. Svaraði hún með því að senda listann sem er hér fyrir ofan og sagðist auglýsa eftir flokki sem myndi setja þessi fjögur atriði á oddinn. „Er slíkur flokkur til í landinu? Ef svo væri myndi ég íhuga stjórnmálaþáttöku.“