Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Steinunn segir sína sögu: „Fötluð börn einna mest útsett fyrir ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem skiptir miklu máli er að þetta er ekki okkar skömm heldur þeirra sem gera svona lagað. Ég get sagt það að ég var með skömm í hjartanu í mörg ár og ég vanmat mig sjálfa mig og reif mig niður,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir um útgáfu bæklings í samtali við ritstjórn ráðhúss Reykjavíkur hjá Reykjavíkurborg.

Steinunn segir að; „Fólk noti stundum orð eins og þroskaheftur, vangefinn og fáviti til að niðurlægja. Þessi orð eru úrelt og eiga að vera það. Ég meina það í alvöru. Þessi orð særa og meiða og ég hef oft verið kölluð þetta. Ég segi oft við foreldra að kenna börnum sínum að segja ekki svona orð lesandi góður.“

Bæklingurinn er um sögu Steinunnar Ásu Þorvaldsdóttur, þar sem farið er inn á fordóma og ofbeldi gegn fötluðu fólki. Sagan er hluti af verkefninu Saman gegn ofbeldi sem er samstarfsverkefni Borgarinnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fötluð börn einna mest útsett fyrir ofbeldi

Steinunn segir sína sögu á einlægan hátt útskýrir frá reynslu sinni af fordómum og ofbeldi um leið og aðrir sem upplifa að á sér sé brotið eru hvattir til að skila skömminni og leita aðstoðar.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fatlað fólk er í meiri hættu á að vera beitt ofbeldi en ófatlað fólk og eru fatlaðar konur og fötluð börn einna mest útsett fyrir ofbeldi í samfélaginu.

Með reynslusögu Steinunnar Ásu fær lesandi innsýn í reynsluheim fatlaðrar konu og þá fordóma og ofbeldi í samfélaginu sem fatlað fólk verður fyrir.

- Auglýsing -

Steinunn bendir á fordóma í samfélaginu og nauðsyn þess að fatlað fólk fái að taka þátt í atvinnulífinu, fái aukna fræðslu og verði fullgildir meðlimir samfélagsins. Að lokum er bent á ýmsar leiðir fyrir brotaþola til að fá aðstoð.

Bæklingurinn sem gefin er út af mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar er bæði á íslensku og ensku. Honum verður fylgt eftir með fræðslu næsta haust.

Hægt er að hafa samband við:, [email protected], ef þið viljið fá fræðslu eða eintök send á ykkar starfsstað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -