- Auglýsing -
Steinunn Árnadóttir, hestakona og organisti segir það ósatt að Mast hafi komið skjótt að málum í hestaníðingsmálinu í Borgarnesi.
Þessu heldur Steinunn fram í nýlegri Facebook-færslu en hún er sú sem kom upp um níðingsverk eigenda hrossanna í sumar. Síðan þá hefur hún verið dugleg að minna á málið og segja frá frekari níð sem virðist viðgangast hjá eigendum hrossanna. Eftirfarandi er færsla Steinunnar:
„Sagan af litla brúna folaldinu.
16.ágúst 2022 kl 23 hringdi ég í 112 og tilkynnti hryssu og folald í neyð. Svarið sem ég fékk var að neyðarlínan hefði ekkert með þetta að gera. Ég yrði að hafa samband við Mast.
17.ágúst tilkynnti ég hryssu og folald í neyð til Mast.
22.ágúst hringdi búfjáreftirlitsaðili í mig og spurði hvar þessi hryssa væri.
7.september fengu eigendur að fjarlægja hryssuna og folaldið. Þau höfðu þá ekki sést úti síðan 16.ágúst. Sem sé lokuð inni.
Læt ekki vita hvernig ég náði mynd af vesalingunum.
18.okt var folaldinu lógað í aðgerðum Mast í Borgarnesi. Þá bara skinn og bein enda búið að vera afar erfið tíð fyrir skepnur vegna veðráttu.
Folaldið var ásamt móður sinni og fleiri hrossum í óleyfi landeiganda. En fyrir góðmennsku landeiganda var ekkert gert í því að fjarlægja þau. Hugsun þeirra var að loksins fengu þessar skepnur að fara út. Mast hafði ekkert með að gera hvar þessar skepnur voru. Sem sé Mast kom þeim ekki fyrir eins og áður hefur verið fullyrt!
Ekkert fóður var gefið þessum 39 hrossum fyrr en 15.okt. Haginn var orðinn afar rýr, enda höfðu þessir vesalingar ekkert bætt á sig þrátt fyrir að vera úti. Sem sé ekkert auka fóður var gefið frá byrjun sept til 15.október eins og áður var fullyrt.
Niðurstaðan var því að senda 12 tryppi í sláturhús og lóga litla folaldinu á staðnum 18.október.
Samkvæmt lögum um velferð dýra 2013 nr 55, 38.gr. Úrbætur þola ekki bið:
,,Telji Matvælastofnun að úrbætur þoli enga bið getur stofnunin tekið dýr úr vörslu umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi eða slæms aðbúnaðar. Framangreindar aðgerðir skulu gerðar í samráði við eða samkvæmt fyrirmælum lögreglu. Matvælastofnun er ekki skylt að veita andmælarétt samkvæmt stjórnsýslulögum þegar úrbætur þola ekki bið.”
Ummæli yfirdýralæknis 1.nóvember: ,,Við metum það alltaf svo, að ef dýr eru að þjást og málið þolir ekki bið, að þá er gripið strax inn í.”
16.ágúst-18.október !!
Bingó! Gera vesalingana nógu horaða. Hægt að drepa á staðnum.“