Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli þar sem mótmælt var sölunni á Íslandsbanka í þriðja sinn. Í blíðaskapaveðri var hrópað „Bjarna Benediktsson burt, spillingaröflin burt“ á milli ræðuhalda, brúðuleikhúss og tónlistaratriða.
Páll Óskar hitaði upp fyrir mótmælin klukkan 13.45. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson héldu ræður og Lýður Árnason leikstýrði brúðuleikhúsi þar sem Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir voru leikin.
XXX Rottweiler hundar enduðu mótmælin ásamt Blaffa.