Þriðjudagur 4. febrúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Steypubílstjórinn sem banaði Ibrahim hlaut skilorðsbundinn dóm – Sýndi af sér stórfellt gáleysi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steypubílstjórinn sem varð hinum átta ára Ibrahim Shah að bana á Völlunum í Hafnarfirði í október 2023, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, vegna slyssins. Þótti hann hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi er hann ók steypubíl á piltinn.

Karlmaður á sjötugsaldri sem ók á hinn átta ára Ibrahim Shah í Hafnarfirði í október 2023 hefur nú verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsis og til að greiða foreldrum hans tæpar níu milljónir í bænur. RÚV segir frá dóminum.

Fram kemur í fréttinni að Ibrahim Shah hafi látist samstundist er hann varð fyrir steypubílnum við íþróttasvæði Hauka og Ásvallalaug á Völlunum í Hafnarfirði.

Var steypubílnum ekið eftir gangstíg og svo beygt inn í innkeyrslu og þaðan keyrt viðstöðulaust áfram án þess að stefnuljós væru gefin. Sést drengurinn í myndbandsupptöku af atvikinu, virðast reyna að beygja frá svo bíllinn lendi ekki á honum en allt kom fyrir ekki.

Að sögn dómara við Héraðsdóm Reykjaness, sýndi maðurinn af sér stórfellt gáleysi en samkvæmt upptökum af slysin sem og sviðsetningu tæknideildar lögreglunnar, var Ibrahim sýnilegur í hliðarspeglum steypubílsins í 34 sekúndur áður en keyrt var á drenginn. Kemur einnig fram að þó hann hafi horfið úr sjónsviðinu í allt að þrjár sekúndur fyrir slysið hafi drengurinn birst aftur í að minnsta kosti tvær sekúndur áður en slysið varð. Samkvæmt RÚV gerði ökumaðurinn athugasemd við sviðsetninguna en dómarinn svaraði því til að þó svo að miðað væri við lýsingu hans, hefði maðurinn átt að geta séð piltinn áður en hann keyrði á hann.

Steypubílstjórinn sagðist hafa gætt eðlilegrar varúðar en að takmarkað útsýni væri úr bílnum til hægr og að dæmi væri um að hann hafi týnt heilli bifreið á þeirri hlið. Dómarinn sagði það einmitt staðfesta að enn meiri ástæða hefði verið fyrir hann en annars, að gæta sérstaklega að umferð hægra megin við bílinn er hann keyrði inn á bílastæðið.

- Auglýsing -

„Af ofanrituðu má ráða að ákærði hefði með þeirri aðgæslu sem honum bar að sýna getað séð drenginn áður en bifreiðin lenti á honum,“ segir í dóminum. „Dómurinn telur því hægt að fullyrða, sérstaklega með vísan til þess sem sjá má á fyrrgreindri myndbandsupptöku, að ákærði hafi ekið ógætilega og ekki gætt að því að ganga úr skugga um að hann gæti ekið inn á bifreiðastæðið án hættu fyrir gangandi eða hjólandi umferð.“

Í dómnum er andlát Ibrahims rakið til stórfellds gáleysis bílstjórans en við ákvörðun refsingar var tekið mið af því hversu alvarlegar afleiðingarnar voru fyrir piltinn en aukreitist því að slysið hafði verulega slæm áhrif á andlega líðan steypubílstjórans.

Var maðurinn dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinna refsingar eins og áður segir en refsingin fellur niður ef hann heldur skilorði í tvö ár. Var hann einnig dæmdur til að greiða hvoru foreldri Ibrahims litla um sig fjórar milljónir í bætur og föðurnum 944 þúsund krónur í útfararkostnað.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -