Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Stjórn norrænu læknafélaganna álykta um ástandið á Gaza:„Dráp og limlestingar verða að hætta strax“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórn norrænu læknafélaganna sendu í dag frá sér ályktun um ástandið á Gaza.

Í dag samþykkti stjórn norrænu læknafélaganna ályktun um ástandið á Gaza og sendu meðal annars á ríkisstjórn Íslands, Alþingismenn og fjölmiðla. Í ályktuninni er þess krafist að alþjóðlegum mannúðarlögum sé framfylgt á Gaza, án undantekninga.

Hér má lesa ályktunina í íslenskri þýðingu:

„Við, stjórn norrænu læknafélaganna, hvetjum ríkisstjórnir okkar til að krefjast þess að alþjóðlegum mannúðarlögum sé framfylgt án undantekninga á Gaza. Dráp og limlestingar óbreyttra borgara, þar á meðal heilbrigðisstarfsmanna, verða að hætta strax. Við hvetjum til vopnahlés án tafar og lausn allra gísla. Nægileg mannúðaraðstoð verður að berast til Gaza án tafar til að tryggja að engir almennir borgarar þjáist eða deyi vegna ofþornunar, hungurs eða skorts á skjóli eða heilsugæslu. Leita þarf allra leiða til að endurreisa starfhæft heilbrigðiskerfi.

Til viðbótar þessu viljum við ítreka stuðning okkar við ályktun ráðsins World Medical Associations (WMA) um vernd heilbrigðiskerfisins á Gaza, sem samþykkt var á 226. fundi WMA ráðsins í Seoul, Kóreu, 20. apríl 2024.“

Fyrir hönd félaga okkar,

- Auglýsing -

Camilla Noelle Rathcke

Forseti Læknafélags Danmerkur

Niina Koivuviita

- Auglýsing -

Forseti Læknafélags Finnlands

Steinunn Þórðardóttir

Forseti Læknafélags Íslands

Anne-Karin Rime

Forseti Læknafélags Noregs

Sofia Rydgren Stale

Forseti Læknafélags Svíþjóðar

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -