Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Stjórnarmaður HSÍ segir af sér í kjölfar skandals: „Eldfim mál koma upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Lúther Sigurðsson, stjórnarmeðlimur HSÍ, hefur sagt af sér stjórnarmennsku vegna samnings HSÍ við Arnarlax en samningur sá hefur hlotið mikla gagnrýni í íslensku samfélagi síðan tilkynnt var um hann. Davíð sá einnig um markaðs- og kynningarmál sambandsins. Davíð staðfesti að hann hafi sagt af sér í viðtali við Heimildina fyrr í dag. Hann segir ákvörðun um samning við Arnarlax verið tekna án hans vitundar en sá samningur er ástæða þess að Davíð sagði af sér. Davíð hefur lengi verið með einn af þekkustu mönnum landsins þegar kemur að markaðsmálum en hann var til margra ára framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara.

„Ég hætti um leið og ég frétti að það hefði verið ákveðið að semja við Arnarlax,“ sagði Davíð í samtali við Heimildina.

Heimildin birti einnig tölvupóst sem Davíð sendi á formann og framkvæmdastjóra HSÍ þar sem hann tilkynnti afsögn sína. Hægt er að lesa bréfi Davíðs hér fyrir neðan en þar greinir hann meðal annars frá því að hann sé meðlimur í Icelandic Wildlife Fund en þau samtök hafa barist hart gegn laxeldi Arnarlax. Ekki liggur fyrir hvort að Davíð hafi átt þátt í samningagerð við Rapyd en HSÍ hefur verið gagnrýnt fyrir að þiggja pening frá því fyrirtæki.

„Sælir báðir

Vil hér tilkynna ykkur að ég ætla að hætta í stjórn HSÍ eftir fréttir dagsins.

Vont var að heyra þetta í gegnum Messenger og í símtölum frá fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki neitt.

- Auglýsing -

Róbert sagði mér að þetta hafi verið samþykkt þann 6.nóvember á fundi sem ég komst ekki á. Ég las fundargerðina sama dag og eina sem stóð var d. Styrktaraðilar RG kynnti stöðu styrktaraðila.

Ég á erfitt með að trúa því að það hafi ekki verið rökræður á þessum fundi vegna þessa máls og bjóst ég því við að þegar eldfim mál koma upp að hringt er í stjórnarmann sem er formaður markaðs og kynningarmála ef hann kemst ekki á fund til að bera undir eða jafnvel að segja að minnsta kosti frá því að þetta hafi verið samþykkt þar sem þetta klárlega fellur undir markaðs og kynningarmál. Ég hefði þá getað sagt mig úr stjórn þann 6.nóvember. Eins og ég sagði við Róbert áðan þá verð ég að vera samkvæmur sjàlfum mér, mótmæli àfram laxeldi í sjó og styð og styrki IWF.

Það má taka mig út af vefnum svo hætt verði að hafa samband við mig útaf þessu máli.  Gangi ykkur sem allra best og áfram handbolti.

- Auglýsing -

Bestu kveðjur Davíð Lúther“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -