Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Stjörnunuddarinn kærir konu fyrir rangar sakagiftir – Segir hana hafa sagt ósatt um atburðarásina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjörnunuddarinn svokallaði, Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson hefur kært eina af þeim konum sem kærðu hann fyrir kynferðisbrot.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir á nuddstofu hans Postura. Áfrýjaði hann dómnum en Landsréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Jóhannes hóf svo afplánun sína í gær.

Sjá einnig: Jóhannes fékk fimm ára dóm fyrir nauðganir: Býður nuddþjónusu sína í Svíþjóð

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs lagði Jóhannes fram kæru fyrir nokkrum mánuðum á hendur einni af þeim fjórum konum sem hann var dæmdur fyrir að nauðga, fyrir rangar sakagiftir. Hann segir konuna hafa sagt ósatt um atburðarásina. Hún hafi sóst eftir þeirri meðferð sem hún fékk og mælt með honum við aðrar konur. Ekkert hafi gerst í meðferðinni nema það sem hún bað um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -