- Auglýsing -
Ótrúlegt atvik átti sér stað í Hafnarfirði fyrr í dag en þá var ungu barni stofnað í lífshættu af fullorðnu fólki í bíl.
Barnið, sem vitni telja að sé í kringum eins árs aldur, sat í fangi manns í aftursæti bifreiðar sem keyrði Reykjanesbrautina í Hafnarfirði fyrr í dag. Undir stýri sat kona og var sennilega um par og barn þess að ræða. Hélt maðurinn á barninu klesst upp við glugga í aftursætinu og lét barnið „dansa“ að sögn vitna. Lögreglan mætti á svæðið en ekki liggja fyrir upplýsingar um afgreiðslu málsins.