Föstudagur 8. nóvember, 2024
8.3 C
Reykjavik

Stofnar samtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis: „Í dag þá eru brotaþolar bara vitni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær voru stofnuð Hagsmunasamtök þolenda kynferðisofbeldis.

Hagsmunasamtök þolenda kynferðisofbeldis voru stofnuð í gær en stofnendur þeirra telja vera mikil þörf á samtökunum. „Markmið félagsins er bæði að fræða og auka réttarstöðu þolenda. Eins og staðan er í dag þá eru brotaþolar bara vitni og vettvangur glæps. Það er rosalega skrýtið að það sé hægt að reka slíkt mál án þess að brotaþoli komi nálægt því. Og þetta er bara eitt af því sem þarf að breyta,“ sagði Guðný Bjarnadóttir, einn stofnanda Hagsmunasamtaka þolenda, í samtali við RÚV um málið en hún er sjálf þolandi og fannst vanta stuðning við þolendur sem vilji kæra árásarmenn sína.

Guðný segist vera ósátt við vinnubrögð lögreglunnar og nefnir sem dæmi að það hafi liðið um það bil hálft ár frá því að hún kærði árásarmann sinn þar til hann var kallaður til skýrslutöku. Þá segist hún hafa þurft á stuðningi að halda sem samtökin muni reyna að veita. „Þegar maður fór svo og kærði, þá komst ég að því að maður er bara einn, það er enginn sem heldur utan um þig, í gegnum réttarkerfið. Og það er bara óásættanlegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -