Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Stór hópur Bandaríkjamanna festist á hálendinu í aftakaveðri: „Við höfum aldrei lent i öðru eins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hátt í 40 manna hópur bandaríkjamanna lenti í hremmingum uppi á hálendi þegar verðrið breyttist á örskots stundu. Þrjú börn voru í hópnum, þar af eitt 19 mánaða.

Það var í nóvember árið 1991 að 35 manna hópur Bandaríkjamanna lagði í ferð upp á hálendi Íslands á 13 bílum, en tilgangurinn var að læra að keyra í snjó. Á örskotsstundu hafi veðrið breyst og fyrr en varir sátu bílarnir fastir uppi á hálendi. Þrír Íslendingar voru í hópnum og auðvitað sá eini sem var almennilega búinn undir óveður og var með fjarskiptatæki. Það voru svo þeir sem keyrðu í 30 kílómetra áleiðis til Hveravalla. Þegar á Hveravelli var komið var beðið um aðstoð björgunarsveita og endaði ævintýrið farsællega en Bandaríkjamönnunum var skiljanlega brugðið, enda börn með í för.

Hér má sjá frétt DV um málið á sínum tíma:

35 Bandaríkjamenn sátu fastir í aftakaveðri á hálendinu:

Við höfum aldrei lent í öðru eins

Við höfum aldrei lent i öðru eins. Þessi ferð var farin til að æfa bílstjórana í að aka í snjó og þaö má segja að þeir hafi heldur betur fengið æfinguna. Ég og konan mín erum búin að vera á Íslandí síðan 1989 og þekkjum orðið til í sambandi við veðrið hér. Okkur óraði þó ekki fyrir að svona fljótt skipaðist veður í lofti. Við erum mjög hamingjusöm að vera komin öll heil til byggða, ekki síst þar sem 19 mánaða barn okkar var með í för. Það fór vel um það í ferðinni og því varð ekki meint af ósköpunum,“ sagði James Haywood, einn Bandaríkjamannanna er lögðu á hálendið, við komuna að Geysi undir miðnætti í gærkvöld.

Þrjátíu og fimm manna hópur af Keflavíkurflugvelli, þar af þrjú börn, lenti í miklum vandræðum á hálendinu um helgina. Lagði hópurinn upp á 13 bílum frá Hveragerði á laugardagsmorgun, áleiðis til Hveravalla. Seinna um kvöldið var komið versta veður og um ellefuleytið kolfestist hópurinn við Grímslæk. Þrir Íslendingar á jeppa voru með í ferðinni en það var eini bíllinn með sem var almennilega búinn og með fjarskiptabúnað.

- Auglýsing -

Afráðið var að tvær konur kæmu yfir í jeppann með börn sín og hann héldi áfram áleiðis til Hveravalla, um 30 kílómetra leið. Þangað náði fólkið klukkan hálf þrjú um nóttina. Stóri hópurinn lét hins vegar fyrirberast í bílunum við Grímslæk.

Á Hveravöllum var beðið um aðstoð björgunarsveita en þaðan var aftur lagt af stað um tíuleytið á sunnudagsmorgun. Þegar komið var aftur að Grímslæk hafði tuttugu manna björgunarsveit, sem kölluð var út um nóttina, þegar komið og bjargað fólkinu úr bílunum. Skilja varð marga bíla eftir þar sem þeir voru engan veginn búnir til aksturs í erfiðri færð. Komst allur hópurinn að Geysi klukkan ellefu í gærkvöld eftir erfiða ferð.

„Við áttum í basli með að láta dekkin tolla undir bílnum. Hjólbarðarnir runnu hreinlega af felgunum, sennilega vegna ofhleðslu,“ sagði Garðar Eiriksson, leiðangursstjóri björgunarsveitarinnar sem fór eftir fólkinu á hálendið.

- Auglýsing -

Að sögn bandarísku leiðangursmannanna var veðurspáin ekki afleit við brottför og þeim tjáð að lítill snjór væri við Hveravelli. Því var ákveðið að leggja í hann, á misjafnlega útbúnum bílum. Fólkið var að eigin sögn ágætlega til fararinnar búið.

Gunnar Einarsson, björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi, stjórnaði sínum mönnum úr stjómstöð á Selfossi. Menn úr björgunarsveitinni Ingólfi voru kallaði austur í gærdag og héldu þeir tfl móts við hópinn í snjóbíl.

Á leið til byggða var ákveðið að fólkið myndi halda kyrru fyrir í skála á leiðinni en horfið var frá því þar sem skálinn var illa búinn. Hvorki var hægt að hita hann upp, vegna gasleysis, né nauðsynlegur björgunarbúnaður til staðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -