Nýr töskusalur var opnaður á Keflavíkurflugvelli í gær.
Glænýr töskusalur var opnaður í gær á Keflavíkurflugvelli og er sagt að nýju töskuböndin séu stærri og betri en þau gömlu. Farþegar geti átt von að mun betri þjónustu en þykja gömlu töskuböndin ekki nógu góð og lummó að sögn flugfarþega. En nýi töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu í austurálmu flugvallarins. Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia, ræddi við Vísi um málið í gær.
„Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar.“
„Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið,“ sagði Maren og virtist mjög spennt fyrir þessari stórkostlegu framþróun.