Við Laugaveg 35 stendur yfir umfangsmikil lögregluaðgerð en þar er veitingastaðurinn Gríska húsið starfræktur.
Samkvæmt RÚV hefur lögreglan handtekið mann á milli fertugs og fimmtugs og tekið annan starfsmann veitingastaðarins í yfirheyrslu. Þá er auk lögreglu heilbrigðisefitirlitið og tollgæslan á staðnum en notast er við lögregluhunda við aðgerðina.
Mannlíf heyrði í Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bað um nánari upplýsingar. „Get staðfest að lögreglan var í aðgerð við Laugaveg 35 en get ekkert upplýst frekar um það á þessu stigi þar sem aðgerðum er ekki lokið,“ svaraði Ásmundur skriflega.