Mánudagur 3. mars, 2025
1.8 C
Reykjavik

Stórfyrirtæki rekur 23 starfsmenn á Blönduósi vegna sparnaðar – Hagnaðist um 400 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjarnafæði Norðlenska hefur rekið 23 starfsmenn sláturhússins SAH Afurða, sem það á og rekur, á Blönduósi en fyrirtækið tilkynnti starfsmönnum það á föstudaginn. RÚV greindi frá þessu.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þessa og áttum gott samtal við fólkið okkar á föstudaginn og munum halda því samtali áfram,“ sagði Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska, um hvort einhverjir starfsmenn eigi mögulega að fá vinnu annars staðar innan fyrirtæksins. „Það liggur alveg fyrir að við erum þokkalega stórt fyrirtæki með margt fólk í vinnu og það er pláss fyrir gott fólk innan okkar raða.“

Þá staðfesti Ágúst að starfsmennirnir hafi verið reknir í sparnaðarskyni en fimm starfsmenn héldu vinnunni.

„Hugur okkar er náttúrlega fyrst og fremst hjá fólkinu okkar og íbúum okkar sem voru að missa vinnu út af þessum uppsögnum,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu hagnaðist Kjarnafæði Norðlenska um 403 milljónir árið 2023 en Kaupfélag Skagfirðinga keypti fyrirtækið í fyrra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -