- Auglýsing -
Stormur geisar nú á landinu en gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Á Suðurlandi er búist við að veðrið nái hámarki um klukkan átta en ölítið seinna austan lands. Samkvæmt heimildum Vísis var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út klukkan hálf fimm í morgun vegna bárujárns sem fauk um Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur.
Íbúar eru því hvattir til þess að fara varlega en búist er við að það taki að lægja á höfuðborgarsvæðinu upp úr hádegi.