- Auglýsing -
Íslendingar virðast þurfa að bíða með útilegur og sólböð. Veðurstofan varar við hvössum vindkviðum og lélegu skyggni en gular viðvaranir eru nú í gildi á nær öllu landinu.
Varasamt ferðaveður er á fjallvegum og má búast við snjókomu. Vegir geta því lokað með stuttum fyrirvara. Nú þegar er Vegagerðin búin að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn. Samvkæmt veðurspám helgarinnar má búast við talsverðum vindi og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu.
Vegferendur eru hvattir til þess að fylgjast með færð á vef Vegagerðarinnar.