Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Félag pípulagningameistara sameinast SI: „Saman ætlum við að ráðast í mörg krefjandi verkefni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag pípulagningameistara, FP, hefur gengið til liðs við Samtök iðnaðarins, SI, en samkomulag þess efnis var undirritað í Húsi atvinnulífsins í dag.

Með samkomlaginu verða allir félagsmenn Félags pípulagningameistara sem stunda atvinnurekstur félagsmenn í Samtökum iðnaðarins og þar með í Samtökum atvinnulífsins. Þannig bætast 140 nýir félagsmenn Félags pípulagningameistara í hóp þeirra 1.400 fyrirtækja sem eru nú þegar í Samtökum iðnaðarins. Inngöngu í Félag pípulagningameistara hafa þeir einir sem hafa meistararéttindi og löggildingu í pípulögnum.

Með inngöngu Félags pípulagningameistara verða í fyrsta sinn öll meistarafélög iðngreina í bygginga- og mannvirkjaiðnaði hér á landi innan vébanda Samtaka iðnaðarins. En fyrir eru meistarafélög í blikksmíði, dúklögn- og veggfóðrun, innréttinga- og húsgagnasmíði, skrúðgarðyrkju, húsasmíði, málaraiðn, múraraiðn og rafverktöku.

Frá undirritun samkomulags milli Félags pípulagningameistara og Samtaka iðnaðarins sem fram fór í Húsi atvinnulífsins, talið frá vinstri, Magnús Björn Bragason, stjórnarmaður FP, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Reynir Helgason varamaður FP, Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP, Kári Samúelsson, gjaldkeri FP, Almar Gunnarsson, varaformaður FP, og Ársæll Páll Óskarsson, ritari FP.

Árni Sigurjónsson, formaður SI: „Við fögnum því að fá pípulagningameistara til liðs við okkur og hlökkum til samstarfsins. Þetta er stórt skref sem er stigið nú þegar allar iðngreinar sem tilheyra bygginga- og mannvirkjaiðnaði eru samankomnar undir hatti Samtaka iðnaðarins. Með þessu eflum við samtökin og rödd þessara mikilvægu atvinnugreina enn frekar.“

 Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður FP: „Félagsmenn okkar samþykktu aðild að Samtökum iðnaðarins í rafrænni kosningu og verðum við þar með þátttakendur í stærstu og öflugustu hagsmunasamtökum atvinnurekenda á Íslandi. Við eigum samleið með öðrum meisturum í bygginga- og mannvirkjagerð. Framundan er því spennandi samstarf en saman ætlum við að ráðast í mörg krefjandi verkefni.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -