Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Storytel-Stefán með slóð tilkynninga um kynferðislega háttsemi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stefán Hjör­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Stor­ytel á Ís­landi, lét af störf­um hjá fyr­ir­tæk­inu á Ís­landi eft­ir að þrjár kon­ur kvört­uðu und­an hátt­semi hans. Kvart­an­irn­ar sner­ust um óvið­eig­andi hátt­semi af kyn­ferð­is­leg­um toga. Stundin greinir frá.

Kvartanir vegna Stefáns hjá Storytel ná að minnsta kosti rúmt eitt og hálft ár aftur í tímann. Tilkynningarnar bárust móðurfélagi Storytel í Stokkhólmi.

Sjá einnig: Stefán stígur til hliðar hjá Storytel: „Rósa mín hefur staðið með mér eins og klettur“

Skyndilegt brotthvarf Stefáns frá fyrirtækinu vakti athygli nýverið. Stefán hefur gert hljóðbókaútgáfuna firnasterka en sagði við starfslokin að hann hefði viljað breyta til og lét þannig í veðri vaka að ákvörðunin væri sín.

Storytel á Íslandi er í eigu sænska fyrirtækisins Storytel AB sem er alþjóðlegt hljóðbókafyrirtæki með starfsemi í mörgum löndum. Fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi með látum árið 2018 og er tekjuhæsta bókafyrirtæki landsins.

Stefán sagðist sjálfur hafa ákveðið að hætta í starfi sínu sem landstjóri Storytel á Íslandi. Þar hafði hann verið síðustu fimm ár. Stefán sagði frá ákvörðun sinni á Facebook og útskýrði þar hvers vegna hann ákvað að stíga til hliðar:

- Auglýsing -

„Í þessari viku eru liðin fimm ár síðan ég tók við embætti Landsstjóra Storytel á Íslandi. Fimm gefandi, spennandi, krefjandi en fyrst og fremst skemmtileg ár þar sem sköpunarkrafturinn hefur fengið að njóta sín. Ég er afar þakklátur og stoltur af því að hafa verið þátttakandi í brautryðjendastarfi Storytel í þeirri vegferð að gera sögur aðgengilegar enn fleira fólki en áður hefur þekkst. Hér heima og heiman.

Þau ykkar sem þekkið mig vitið líklega að ég nærist á því að skapa, umbreyta, byggja upp og koma þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur fyrir vind. Lífið býður upp á endalaus tækifæri og í sérhverju verkefni lærir maður eitthvað nýtt og kynnist nýju fólki.

Í sumar og það sem af er hausti hefur mér gefist tækifæri til að líta yfir farinn veg og íhuga næstu skref. Starf mitt krefst fullrar athygli og ég hef spurt mig hvort ég hafi enn þann eldmóð og hvata til að halda áfram á þessari spennandi vegferð eða hefur hugur minn hugsanlega leitað í átt að nýjum áskorunum?

- Auglýsing -

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að nú er rétti tíminn til að leita á ný mið meðan ég hef þrótt til áframhaldandi sköpunar og tel að ég geti látið gott af mér leiða á nýjum vettvangi. Ég hef þegar tilkynnt stjórn Storytel um ákvörðun mína, vitanlega í mestu vinsemd. Ég er óendanlega þakklátur yndislegu, hæfileikaríku og drífandi starfsfólki Storytel á Íslandi sem hefur staðið mér við hlið og alls þess stuðnings og allrar þeirrar hvatningar sem ég hef fengið frá Storytel fjölskyldunni um víða veröld. Allir mínir villtustu draumar hafa ræst, þar með talið að eiga þátt í eflingu bókageirans á Íslandi. Nú er tímabært að ný manneskja taki við keflinu.

Og hvað er þá næst? Hver veit? Akkúrat núna tekur við langþráð verkefni – að reyna loks að lækka forgjöfina á suðrænum slóðum og hlaða batteríin. Þekkjandi mína eirðarlausu frumkvöðlasál, hef ég ákveðið að slaka aðeins á, gefa upphafi nýrra ævintýra góðan tíma, taka mér gott frí og njóta næstu mánaða með fjölskyldu og vinum, og þá mest með Rósu minni sem hefur staðið með mér eins og klettur í gegnum allt mitt brölt.

Nú tekur við nýr kafli en lífið er núna. Eða eins og Lennon sagði, „Life is what happens when you´re busy making other plans“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -