- Auglýsing -
Þann 8.janúar næstkomandi mun Strætó hækka fargjöldin á ný. Miði í Strætó fyrir fullorðna innan höfuðborgarsvæðisins mun þá kosta 630 krónur en í dag kostar miðinn 570 krónur en Strætó hækkaði síðast fargjöld í júlí á þessu ári.
Þrjátíu daga nemakort fer úr 4.500 krónum í 5.200 krónur en hækkunin er sögð nema að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Fargjöld fyrir ungmenni og aldraða verða 315 krónur og 189 krónur fyrir öryrkja.