Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Strætó snarhækkar fargjöld ungmenna og aldraðra: „Takk stjórnendur strætó!!!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Boðuð breyting á gjaldskrá Strætó hefur farið fyrir brjóstið á mörgum neytendum. Hækkanir dynja á þeim sem síst skyldi, öldruðum og ungmennum. Dæmi eru um hækkanir upp á allt að 60 prósentum.

Til að mynda er vakin athygli á breytingunni í Facebook-hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“.

„Af hverju fá ekki aldraðir frítt?“ spyr þar Gunnar nokkur.

Fleiri tjá sig við upphafsfærsluna og velta fyrir sér, líkt og Gunnar, hvers vegna ákveðnir hópar séu ekki farnir að ferðast frítt með strætó. Eru þar námsmenn nefndir, sem og börn.

„Það er búið að einkavinavæða strætókerfið“

Reyndar munu börn yngri en 11 ára ferðast frítt með strætó, en þarna er þó líklega átt við lagalega skilgreiningu á börnum; einstaklinga undir 18 ára aldri.

„Það er búið að einkavinavæða strætókerfið og laun þar keyrð niður í eins lág laun og hægt er að finna. Samt er þetta rekið með tapi. Sem sýnir bara enn og aftur að kapitalismi er ekki að virka. En það er eins og það megi ekki viðurkenna það,“ segir Gunnar.

- Auglýsing -

Anna bendir á að börn upp að 12 ára aldri fái frítt í strætó. Hildur nokkur svarar henni með eftirfarandi hætti:

„Á móti þá hækka árskort unglinga 12-17 úr 25.000 kr upp í 40.000 kr. Nemakort lækka niður í 40.000 kr. svo unglingur sem hefur fjárhagsstuðning til að stunda nám og svo áfram á fullorðins aldri í háskóla borgar áfram það sama og 12-17 ára barn/unglingur, eða 40.000 kr. Þeir sem detta úr framhaldsnámi 18 ára greiða 80.000 kr fyrir árskort. Það eru helst börn öryrkja og efnaminni sem þurfa að vinna frekar en stunda nám. Þegar barn verður fullorðið, 18 ára, þá hætta auðvitað allir styrkir vegna barna en fyrir utan það þá dragast aukalega af bótunum heimilisuppbót sem er um 53.000 kr fyrir skatt og framfærsluuppbót lækkar úr 52.000 kr niður í 38.000 kr fyrir skatt. Svo takk stjórnendur strætó!!!“

Guðný telur gjaldskrána ekki haldast í hendur við markmið borgarinnar:

- Auglýsing -

„Það er ekki skrítið að þeir séu hálf tómir á borgin ekki að vera græn og minnka bílanotkunina og nota strætó?“

Ásta tekur undir með Guðnýju.

„Þetta er fáránlegt! Þvílík hvatning að minnka notkun einkabílsins. Þetta þýðir bara að ég á eftir að skutla mínum börnum meira því ég hef ekki efni á strætó og bíl eftir þessa hækkun. Og að ekki sé lengur hægt að greiða með strætómiðum, hverju sætir það!? Ég á slatta af þessum miðum…..hvernig á ég þá að borga ef ég fer örsjaldan í strætó?“

Á hún þar við að gömlu strætómiðarnir munu falla úr gildi og ekki vera til sölu lengur. Á vefsíðu strætó segir hinsvegar:

„Frá og með 1. mars 2022, þá verður ekki lengur hægt að greiða með farmiðum um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Gefinn verður frestur til 16. mars 2022 til þess að skipta öllum gömlum farmiðum yfir í inneign í KLAPP greiðslukerfinu.“

Neytendur sem eiga miða munu því geta fengið þeim breytt í inneign.

Breytingin er væntanleg þann 16. nóvember og í tilkynningu Strætó frá 2. nóvember segir:

„Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu KLAPP, þann 16. nóvember 2021, þá verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Markmið breytingarinnar er fyrst og fremst að einfalda gjaldskrána og gera öllum hópum kleift að kaupa mánaðarkort á hagstæðu verði.“

Breytingin á almennum fargjöldum er á þann veg að mánaðarkort fullorðinna lækkar í verði, úr 13.300 krónum niður í 8.000 krónur.

Hinsvegar mun tilboð í appinu, þar sem þriðji hver mánuður er frír, ekki lengur vera í boði. Engin breyting verður á árskorti, sem fæst á 80.000 krónur, eða stöku fargjaldi, sem enn verður á 490 krónur.

Börn yngri en 11 ára ferðast frítt með strætó.

Töluverð breyting verður gerð á gjaldskrá bæði ungmenna 12-17 ára og eldri borgara, 67 ára og eldri.

Í tilfelli beggja þessara hópa heldur stakt fargjald sama verðmiða, 245 krónur. Í fyrsta sinn munu hóparnir geta keypt stakan mánuð og mun hann kosta 4.000 krónur. Hinsvegar hækkar verð árskorts úr 25.000 krónum upp í 40.000 krónur. Það gerir hækkun upp á 60 prósent.

Breytingar í tilfelli öryrkja eru allar í formi lækkana eða fleiri möguleika í kaupum. Þannig lækkar stakt fargjald úr 245 krónum niður í 170 krónur, stakur mánuður verður nú í boði á 2.400 krónur og árskort lækkar lítillega, úr 25.000 krónum í 24.000 krónur.

Nemar 18 ára og eldri munu fá dálítið meira fyrir snúð sinn, en á meðan stakt fargjald helst óbreytt mun verð á árskorti lækka úr 54.500 krónum niður í 40.000 krónur. Það gerir verðlækkun um tæplega 27 prósent. Einnig verður hægt að kaupa stakan mánuð á 4.000 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -