Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þessari setningu hefst skoðunarpistill Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur eins ritstjóra Fréttablaðsins í blaði dagsins í dag. Þar skrifar hún um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta sem nýlega var lagt fram á Alþingi og fjallað var um í síðasta helgarblaði Mannlífs.

 

Sjá einnig: Afglæpavæðing neysluskammta – mun portúgalska leiðin virka hér?

Segir Sunna Karen að markmiðið sé að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið sé skref í rétta átt, en hálf kák þó. Telur Sunna Karen að skaðaminnkun sé raunsæ leið til að vinna á fíkninvandanum, sem þó verði aldrei leystur að fullu.

„Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin,“ segir Sunna Karen og bendir á að á þann hátt færist völdin úr höndum undirheimanna þar sem ofbeldi og mannúðarleysi þrífst.

Kallar eftir stjórnmálamanni sem þorir

Bendir Sunna Karen á að horfast þurfi í augu við vandann, fjölda meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu.

- Auglýsing -

„Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -