Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Stuðningsmaður Blika fordæmir félagið: „Rétt í miðju þjóðarmorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fimmtudaginn næstkomandi mun knattspyrnulið Breiðbliks keppa við hið ísraelska Maccabi Tel Aviv og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Leikurinn er hluti af riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en þetta er fyrsta sinn sem íslenskt karlalið nær svo langt í Evrópukeppni í knattspyrnu. 

Sumum finnst óásættanlegt að íslenskt lið sé að keppa á móti liði frá Ísrael meðan ástandið á Gaza er í því horfi sem það er. Einn af þeim er Vignir Rafn Valþórsson, leikari og stuðningsmaður Breiðbliks, en hann greinir frá afstöðu sinni í Facebook-færslu. „Á fimmtudaginn spilar fótboltafélagið sem ég hef haldið með frá fæðingu á móti félagi frá Ísrael – rétt í miðju þjóðarmorði,“ segir leikarinn.

„Auðvitað er þetta ekkert sem Blikar ákváðu og mantran er að þau geti ekkert gert og félagið muni tapa svo miklum peningum ef það ákveður að gera eitthvað – t.d. neita að spila (hugmynd?)

En þannig vinnur vondi kallinn – með því að hrætt fólk gerir ekkert.

Þess má geta að á síðustu sjö vikum hafa yfir áttaþúsund börn verið myrt á Gaza

- Auglýsing -

– það eru svona sirka öll börn á grunnskóla aldri í Kópavogi.

Öll börn Kópavogs undir 15 ára dáin.

Lestu þessa setningu aftur.

- Auglýsing -

Áfram Breiðablik?“

Boðað hefur verið til mótmæla við Laugardalsvöll á fimmtudaginn og hafa um það bil 1200 manns sýnt áhuga á að mæta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -