Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Stuðningsmenn KR“ hunsa kvennalið félagsins í nýrri auglýsingu: „Stöndum með okkar strákum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkrir stuðningsmenn KR tók sig til og birtu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag til stuðnings KR. Í auglýsingunni eru stuðningsmenn minntir á frábæran árangur KR og að félagið sé eina knattspyrnuveldi landsins. Vekur þó athygli auglýsingin greinir aðeins frá afrekum karlaliðs félagsins og stuðningsmenn hvattir að mæta að styðja karlaliðið en kvennalið KR er eitt af sigursælustu félögum landsins. Kvennaliðið hefur orðið Íslandsmeistari sex sinnum en aðeins Valur og Breiðablik hafa unnið Íslandsmeistaratitil oftar.

Leikmenn kvennaliðs KR hafa sjálfar talað um ekki sé komið fram við þær á sama máta og leikmenn karlaliðsins en árið 2022 gat liðið ekkert æft vegna þess að karlaliðið var í æfingaferð erlendis og allir með lyklavöld hjá KR fóru erlendis með karlaliðinu.

„Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, þáverandi fyrirliði KR, við RÚV um málið. „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera.“

Samkvæmt heimasíðu Morgunblaðsins kostar ódýrasta heilsíðuauglýsingin í blaðinu tæpar 480 þúsund krónur.

Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -