Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stunginn með hníf í miðbænum í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning vegna hnífsstungu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um áverka hins særða en var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögreglan handtók einn vegna málsins, skömmu frá árásarstað, grunaður um að hafa beitt hnífunum.

Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af samkvæmi táninga í Árbæ. Var einn táningurinn handtekinn af lögreglu eftir að hafa framið skemmdarverk á bifreið lögreglunnar. Þá segir að málið verði unnið með barnaverndaryfirvöldum og forráðamönnum táningsins.

Tilkynning um líkamsárás, skemmdarverk og þvera sem neituðu að yfirgefa verslanir og skemmtistaði voru meðal verkefna næturinnar.

Þá slasaðist einn í Garðabæ í andlitinu eftir flugeldaslys. Ekki er vitað um líðan einstaklingsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -