Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sturlaðasta íbúð Íslands: 60fm á 550 þúsund: Eigandinn ætlaði að gista örsjaldan í rándýru rúmi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fáir mótmæla því núorðið að húsnæðismál í Reykjavík eru fyrir löngu orðin galin. Aldrei virðist hægt að byggja nóg af íbúðum svo venjulegt fólk geti átt húsaskjól án þess að stofna til tug milljóna skulda eða greiða helming launa sinna til leigusala. Fjöldi íbúðahúsa hefur þó risið í miðbænum á síðustu árum, hvað með þær?

Ef marka má auglýsingu á vefnum Igloo þá standa þær auðar. Þar er 60 fermetra íbúð við Laugavegur 86 auglýst til leigu á 550 þúsund krónur á mánuði. Í auglýsingunni kemur fram að íbúðin hafi staði tóm í tvö ár því eigandinn hafði hugsað íbúðina sem „holiday íbúð“ fyrir sjálfan sig.

Þrátt fyrir að íbúðin yrði einungis notuð nokkra daga á ári þá var eigandinn ekki að spara þegar hann verslaði innanstokksmuni. Til dæmis hlýtur rúmið að vera með þeim dýrustu á Íslandi. Í auglýsingu er farið yfir þetta:

„Allt innbú er sérpantað frá ítaliu og bestu mögulegu gæði sem til eru. Innbúið og breitingar kostuðu yfir 5 milljonir ISK þegar íbúðin var tekin í gegn fyrir 2 árum síðan. Rúmið og dýnan er eitt það dýrasta sem völ er á (frá Betra Bak) og kostar yfir 500 þús kr og er sérhannað fyrir bak stuðning + silki rúmföt ofl.“

Enginn hefur þó sofið í þessu dýra rúmi. „íbúðin hefur aldrei verið notuð síðan hún va tekin í gegn. (og er þannig séð glæný). Eigandi býr erlendis og hafði hugsað að nota þetta sem holiday íbúð fyrir fjölskylduna, en hefur ekki komið til íslands síðustu 2 árin og mun ekki komast vegna anna næstu árin þannig að íbúðin verður núna sett í leigu næstu 3-4 árin allavega,“ segir í auglýsingu.

Leigusali segir svo íbúðina einungis til leigu fyrir „100% einstakling eða par“. Enginn mun svo sjá það fólk enda íbúðin með „speglagler með hitafilmu var sett í all glugga þannig það sést ekkert inn um glugganan á daginn.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af dýrðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -