Fjórir menn voru í dag handteknir í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi. Mennirnir voru grunaðir meðal annars um viðamikil vopnalagabrot.
Lögreglan fullyrðir í tilkynningu að með handtök á þessum mönnum hafi „hættuástandi“ verið afstýrt. Tveir af þessum fjórum mönnum voru taldir sérstaklega hættulegri og vopnaðir.
„Vettvangur aðgerða hefur verið tryggður, hættuástandi afstýrt en viðbúnaður lögreglu var umfangsmikill og fóru aðgerðir fram víða á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Handtakan og ofangreindar aðgerðir lögreglu í dag eru hluti af yfirstandandi rannsókn lögreglunnar,“ segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.