Samningur Davíðs Oddsonar, ritstjóra Morgunblaðsins, við útgáfufélagið Árvakur rennur út um áramótin og eru góðar líkur á því að samstarfinu ljúki þá. Í janúar verður ritstjórinn 74 ára gamall og því styttist væntanlega óðum í að hann hætti störfum.
Davíð tók við sem ritstjóri Morgunblaðsins í september 2009 ásamt Haraldi Johannessyni. Hann hefur því gegnt starfinu í rúm 12 ár og braut hann gegn þeirri hefð á Morgunblaðinu að láta af störfum við sjötugt. Davíð rauf þá hefð og tilkynnti á sjötugsafmæli sínu þann 17. janúar 2018 að hann ætlaði ekki að setjast í helgan stein að sinni.
Samkvæmt DV rennur starfssamingur Davíðs við Árvakur út um áramótin og telur fjölmiðilinn góðar líkur á því að þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, fyrrum útgefandi og ritstjóri, setjist í ritstjórastólinn hans Davíðs.