- Auglýsing -
Eldur kviknaði síðdegis í sumarhúsi við Hafravatn en húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang, enn er unnið að því að slökkva eldinn.
Samkvæmt RÚV var kona flutt af vettvangi í handjárnum en lögreglan segir engan hafa verið handtekinn sem grunaður er um aðild að málinu.
Það gerir slökkviliði erfitt fyrir að langt er í vatn sem hægt er að nota í slökkvistarfð. Tankbíll og dælubíll hafa verið notaðir til að sækja vatn. Varðstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gerir ráð fyrir að slökkvilið verði að verki fram á kvöld.