- Auglýsing -
Eftir langan og þungan vetur virðist sumarið ætla að láta sjá sig stundvíslega á morgun. Búast má við allt að fjórtán stiga hita á nokkrum stöðum á landinu. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður heiðskýrt víða um land. Fjórtán gráðum er spáð í Árnesi og þrettán á Blönduósi.
Á föstudaginn munu Akureyringar njóta blíðunnar en spáð er heiðskýru veðri, logni og þrettán gráðum. Á austurlandi mun hiti fara upp í fjórtán gráður um helgina. Í höfuðborginni verður hiti á bilinu 10 til 11 stig og hálfskýjað.