Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Svaf værum ölvunarsvefni á Lækjartorgi en réðist á lögregluna er hún truflaði svefninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls voru 120 mál skráð frá klukkan 17 til fimm í morgun. Töluvert var um umferðarmál, svo sem beltislaust fólk í bifreiðum, nagladekk, of margir farþegar, ljósabúnaður í ólagi, skráningarmerki fjarlægð, akstur án réttinda og svo voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Hér að neðan koma nokkur þeirra mála sem komu inn á borð lögreglu.

Í miðborginni var manni í annarlegu ástandi sökum ölvunar og eiturlyfja, vísað út af hóteli. Annar aðili í miðbænum var hantekinn eftir að hann hafði hoppað á þaki og vélarhlíf bifreiðar. Var hann vistaður í fangaklefa.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á Lækjartorg þar sem maður svaf ölvunarsvefni, þegar maðurinn var vakinn brást hann hinn versti við og réðist að lögreglu. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa þar sem hann gat haldið áfram að sofa þangað til ástand hans lagast. Mannlíf spáir vandræðalegum morgni.

Á Seltjarnarnesi var kona handtekin og færð á lögreglustöð eftir að hafa verið til vandræða vði hús þar. Rætt var við hana á lögreglustöð og henni sleppt þar sem hún lofaði að láta af þessari hegðun.

Pöddufullur aðili var aðstoðaður eftir að hann datt og slasað sig lítilllega í miðbænum. Sjúkralið gerði að sárum hans og var honum í kjölfarið ekið til síns heima.

- Auglýsing -

Svo virðist sem einhver hafi saknað skólans síns en útidyrahurð var skemmd á skólabyggingu í miðborginni.

Þá var aðila sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar í miðbænum, ekið til síns heima þar sem útséð var að viðkomandi kæmi sér engan veginn heim hjálparlaust.

Í Hafnarfirði tóku krakkar upp á gamalli aðferð við að losna við rusl með því að kveikja í því í undirgöngum. Lítill eldur kviknaði og ekkert tjón.

- Auglýsing -

Á heiðarmerkuvegi valt bíll og var einn fluttur með sjúkabifreið á slysadeild.

Maður í annarlegu ástandi í Kópavoginum gerði heiðarleg mistök er hann fór húsavillt en lögreglan vísaði honum rétta leið. Þá var aðili handtekinn í Kópavogi vegna líkamsárásar og gisti hann í fangaklefa í nótt.

Í Grafarholtinu var aðili í annarlegu ástandi handtekinn vegna líkamsárásar og eignarspjalla og var hann vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku þegar ástand hans lagast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -