Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Svala veiktist hratt og á nú erfitt með gang: „Þakka ykkur kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 43 ára Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir á erfitt með gang eftir snögg veikindi og dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Svala Fanney Snædahl er kennari við Grenivíkurskóla og vinsæll áhrifavaldur en hún heldur úti Instagram-reikningnum Frá hugmynd að heimili. Nýverið veiktist hún illa en á örfáum dögum fór hún frá því að vera nokkur heilbrigð yfir í að eiga erfitt með gang og handahreyfingar. Svala Fanney hefur verið mjög opin í gegnum veikindin en hún hefur sagt frá líðan sinni og þróun veikindanna á Instagram. Í myndskeiðum sem hún birti eftir að hún var lögst inn á Sjúkrahúsið á Akureyri, lýsir hún veikindumum. „Mig langar að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar og hlýhuginn sem þið hafið sýnt mér,“ segir Svala í upphafi. Og heldur svo áfram: „Ég finn fyrir því og kann virkilega vel að meta það. Ég byrjaði á því í síðustu viku að fá svona skrítinn nálardofa og brunatilfinningar í fæturnar, svona eins og rafstraum. Ég þekki það í vinstri fætinum, eftir brjósklosið, vegna taugaskemmda en að fá þetta í hægri fótinn var alveg nýtt. Svo fóru lappirnar hálf partinn að gefa sig og göngulagið varð hálf skrítið, sérstaklega þegar leið á daginn. Ég var skárri á morgnanna.“

Svala segist hafa þráast við að fara til læknis því hún hefði verið viss um að þetta tengdist bakinu. Eitthvað sem myndi ganga til baka. Svo fékk hún svima sem hún tengdi við hálsbólgu og kvef sem hún hafði fengið. En á laugardagskvöldið, fyrir viku síðan, fór Svala á leiksýningu og var góð þegar hún fór en eftir að hafa setið í tvo tíma í leikhúsinu fann hún að fæturnir voru orðnir mjög óstöðugir. „Svo á sunnudagsmorgun átti ég orðið mjög erfitt með gang og hægri höndin var farin að vera með vesen. Ég var að læra og vinna á tölvuna og allt í einu voru fingurnir hættir að rata á rétta bókstafi. Og þá leyst mér ekki alveg nógu vel á blikuna og Árni, maðurinn minn var ekki til í að samþykkja að ég myndi sjá til lengur.“ Svala hringdi þá fyrst í 1700 en var auðvitað sagt að fara beint á bráðamóttökuna. Og það gerði hún. „Þetta hefur svona aðeins ágerst,“ segir Svala og útskýrir nánar: „Var verri í gær en er mjög svipuð í dag. Ég er búin að fara í alls konar rannsóknir, blóðprufur og í gær var tekinn mænuvökvi, með mænustungu. Ég skal alveg viðurkenna það að ég missti svolítið kúlið þegar ég vissi að ég ætti að fara í mænustungu, fór pínu að skæla þá. En bara til að segja ykkur, ef þið eigið einhvern tíma eftir að fara í mænuástungu, þá var þetta ekkert mál. Tilhugsunin var þúsund sinnum verri heldur en framkvæmdin. Þetta gekk rosalega vel og mænuvökvinn leit vel út, hann var tær og ekkert sem vakti einhverjar áhyggjur. En það þarf að senda hluta af sýnunum til Svíþjóðar. Það er verið að skoða alls konar en það eru alls konar kenningar í gangi en það þarf svona frekari niðurstöður úr mænuvökvanum og rannsóknir til að staðfesta eða útiloka þessar greiningar. Ég ætla ekki að fara neitt nánar út í það en það er sem sagt verið að skoða svona taugasjúkdóma, þetta snýr eitthvað að miðtaugakerfinu, þar sem það eru truflanir á skynjun þar og taugaboðum þannig að það er verið að skoða alls konar. En ég er í mjög góðum höndum hérna á Sjúkrahúsinu á Akureyri, það er hugsað mjög vel um mig og það er verið að vinna að því á fullu að finna út hvað veldur þessu en ég á að vera hérna í einhverja daga alla vegana, undir eftirliti.“

Svala Fanney birti eftirfarandi myndskeið sem sýnir hinar gríðarlegu breytingar á hreyfigetu hennar en myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -