Laugardagur 26. október, 2024
5.3 C
Reykjavik

Svandís braut Ingu Sæland „gjörsamlega niður“: „Ég er enn að jafna mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sæland brotnaði niður þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mætti fyrir Atvinnuveganefnd Alþingi í morgun til að færa rök fyrir ákvörðun sinni um að loka á hvalveiðar í sumar.

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland skrifaði rétt í þessu færslu á Facebook þar sem hún segir Svandísi hafa sýnt myndbrot á fundinum, af dauðastríði hvals „án varnaðarorða um viðbjóð“. Segist Inga hafa „gjörsamlega brotnað niður“ og að hún hafi yfirgefið fundinn á meðan myndbandið var sýnt. Segist hún þetta óverjandi með öllu og að hún sé enn að jafna sig.

Þá bendir hún á „hræsni“ Svandísar vegna þess að hún leyfir blóðmerahald en ekki hvalveiðar. Færsluna má lesa hér að neðan.

„Matvælaráðherra mætti fyrir Atvinnuveganefnd Alþingis i morgun þar sem ég er einn nefndarmanna. Án varnaðarorða um viðbjóð sýndi hún myndbrot af dauðastríði hvals sem ítrekað var skutlaður aftur og aftur og ég veit ekki hve lengi dauðastríðið hans og kvöl stóð. Ég gjörsamlega brotnaði niður og gat ekki setið undir þessum hryllingi og yfirgaf fundinn á meðan myndbandið var sýnt. Það má kalla það tilfinningaklám og hvað sem er fyrir mér, en þetta er óverjandi viðbjóður, óverjandi með ÖLLU ! Ég er enn að jafna mig.

Ráðherrann ítrekaði hvað hún byggi þessa reglugerð sína um að stöðva hvalveiðar tímabundið á lögum um dýravelferð, að dýrin eigi enga málsvara nema stjórnvöld, að dýrin geti ekki haldið mótmælafund gegn níðings-meðferðinni á sér. Dýrin sem eiga ekki að þola kvalir við aflífun og enn og aftur vísaði ráðherrann í lög um dýravelferð og eigin ábyrgð á að vernda þau m.t.t laganna. Þvílík HRÆSNI.
Ég spurði hvort hún væri ráðherra allra dýra eða einungis sumra. Hún sagðist vera ráðherra allra dýra. :Þrátt fyrir það er nú hafin hin blóðuga blóðmeravertíð þar sem fylfullar hryssur eru píndar í orðsins fyllstu merkingu, til að gangast undir ofbeldisfulla og skelfilega blóðtöku x1 í viku 8 vikur í röð. Þar er dælt úr .þeim allt að 5 lítrum að blóði til að vinna úr því hormónið PMSG sem á að auka t.d kjötframleiðslu í svínarækt. Ég hef tvívegis komið fram með frumvarp gegn blóömerahaldi. Ráðherrann hefur enn ekki svo mikið sem litið við því að stöðva það. Það er sannarlega kominn tími til þess ráðherrann skipi Fagráð sem leggi mat á raunveruleikann sem þessar tignarlegu og elskuðu skepnur mega þola.
En gerir hún það ? Hefur ráðherrann orðið fyrir vakningu í starfi sínu og mun í framhaldinu raunverulega vernda dýrin gegn dýraníði ?það er stóra spurningin“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -