Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjöin nýr formaður Vinstri Grænna á landsfundi flokksins sem stendur nú yfir en hún var ein í framboði til formanns. Hún hlaut 169 atkvæði af 175 greiddum og er því fjórði formaður flokksins sem var stofnaður árið 1999.
Guðmundur Ingi Guðmundsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Jódís Skúladóttir þingmaður buðu sig bæði fram sem varaformaður flokksins og sigraði Guðmundur Ingi örugglega með 145 atkvæðum gegn 27 atkvæðum. Hann er því nýr varaformaður flokksins.
Það verður forvitnlegt að sjá hvort að þetta muni breyta einhverju fyrir flokkinn en hann hefur verið í frjálsu falli í könnunum undanfarna mánuði.