Svanur Jónsson vélvirki frá Vestmannaeyjum er látinn, níræður að aldri.
Fréttamiðillinn Tígull sagði frá andláti Svans en hann lést 13. desember.
Svanur fæddist á Lágafelli 19. janúar 1933 en foreldrar hans voru Jón Gestsson og Indlaug Björnsdóttir. Hann lærði vélvirkjun í Magna og varð sveinn 1953 en vann til að byrja með í Magna og í Völundi. Þá nam hann einnig vélstjórn og stundaði vélstjórn á sjó í og með iðninni. Svanur var lengi vélstjóri á Gígju VE 340. Giftist hann Ingibjörgu Jónínu Þórðardóttur 1. janúar 1956 og áttu þau tvo syni, þá Jón Ólaf og Þórð.
Mannlíf sendir fjölskyldu og vinum Svans samúðarkveðjur.