Velferðarsvið Reykjavíkurborgar birti færslu á fésbókarsíðu sinni þar sem fram kemur að neyðarskýlin þrjú sem eru í Reykjavík verði öllum haldið opnuð í dag. Þá segir jafnframt: „Neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið virkjuð vegna veðursins.“ Virðist sem að borgin kalli eftir aðstoð óbreyttra borgara ef marka má svör Heiðu Bjargar Hilmarsdóttur formann velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Eldur Deville ritaði athugasemd við færsluna og þar hann kallar eftir úrræði fyrir heimilislausa og bendir á að ástandið gangi ekki. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarsviðs svarar færslu Elds:
„Eldur Deville, það hefur heldur betur verið unnið í því og verður áfram. M.a opnuðum við þetta neyðarskýli á Granda, afangaheimili,búsetukjarna og úthlutuðum tugum manns húsnæði fyrst íbúðum bara a sl 3 árum. Frábært ef það væri dagúrræði fyrir karla kannski gætir þú orðið að liði við að koma því upp ? Eða einhver sem þú þekkir?“
Ragnar Erling Hermannsson hefur bent á svar formannsins á fésbókarsíðu sinni:
„
Sjá einnig:
Heimilislausum gert að yfirgefa gistiskýlin í blindbyl: „Sýndarmennska að hálfu borgarinnar“